Fundur hjá Zontaklúbbi Reykjavíkur, 10. október 2017

Haldinn verður fundur hjá Zontaklúbbi Reykjavíkur þann 10. október og er hann haldinn í sal Söngskólans í Reykjavík.

Hér má sjá fundarboðið sem sent hefur verið til klúbbkvenna.

1) Nafnakall
2) Fundargerð ferðar og fundar í september afgreidd (fylgir með fundarboðinu).
3) Gestafyrirlesari: Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar mun fjalla um flóttamenn á Íslandi og móttöku þeirra, fyrirspurnir.
4) Umræður um styrktarverkefni klúbbsins í vetur.
5) Kynning á kjólabasar og einnig jólabasar og aðkomu klúbbkvenna að þeim.
6) Helstu Zontamál s.s.ný liðið umdæmisþing, sameiginlegur fundur klúbbanna á suðvestulandi og næstkomandi heimsþing.
7) Önnur mál s.s. nýliðun klúbbsins.

Matseðillinn er:

Dýrindis kókoskarrýsúpa með rækjum og brauði verður á boðstólnum ásamt sætindum og kaffi. Verðið er 3.000 kr. Munið að koma með reiðufé, þar sem við tökum ekki kort.