Nóvemberfundur og jólamarkaður helgina 3. og 4. desember

Nóvemberfundurinn var haldinn 8. nóvember. Hann var haldinn í heimahúsi og var slátur í boði. Þessir svokölluðu sláturfundir, eru orðnir hefð hjá klúbbnum. Það voru mættar um 26 zontakonur og gestir.

Dagskráin var þannig að fjallað var um zontamálefni og jólabasarinn, sem klúbburinn verður með helgina 3. – 4. desember. Klúbburinn hefur tekið borð á leigu á jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn. Klúbburinn hefur verið með borð á jólamarkaðinum síðustu 3 ár og er þetta skemmtileg viðbót fyrir fjáröflun.

Konur eru duglegar að koma með efni á markaðinn, t.d. ýmislegar prjóna- og hekl vörur, sultur, paté og ýmislegt fleira jólalegt.