Fréttir

Zontasamband Íslands styrkir UNICEF vegna Úkraníu

Föstudaginn 29. apríl 2022 mættu fulltrúar frá Zontasambandi Íslands í höfuðstöðvar UNICEF á Íslandi og afhentu veglega gjöf í neyðarsöfnun UNICEF vegna Úkraínu. Upphæðin er 400.000.- Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF tók á móti okkar fulltrúum, þar sem þær afhentu gjöfina.

Zonta eru alþjóðasamtök með meðlimi um allan heim, meðal annars í Úkraínu, og helga sig vinnu við að auka skilning, velvilja og frið með alheimsaðild meðlima og stuðla að réttlæti og alþjóðlegri virðingu fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi. Sigríður Björnsdóttir, svæðisstjóri Zonta á Íslandi segir að samtökin fordæmi harðlega erlenda árás og stríðstilburði líkt og sjáist í Úkraínu nú um stundir.

Í tilkynningu frá Zontasamtökunum segir:

„Við vitum að á átaka- og stríðstímum eru konur og stúlkur, sérstaklega þær sem hafa hrakist af heimilum sínum, í aukinni hættu á að verða fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Konur bera einnig aðalbyrðina við að halda fjölskyldum sínum saman, við að tryggja öryggi og velferð barna sinna og við að takast á við tilfinningalegan og líkamlegan skaða til langs tíma sem stríðið hefur valdið.

Þar sem konur og börn fara frá Úkraínu til nágrannalanda hvetjum við alheimsmeðlimi okkar til að nota raddir sínar til að berjast fyrir þeim, til að tryggja að öryggi og velferð kvenna og stúlkna sé í fararbroddi mannúðarviðbragða.

Við vitum einnig að meðlimir okkar eru örlátir og vilja styðja beint við íbúa Úkraínu og nauðsynlegar þarfir þeirra. Þar sem alþjóðasamtök Zonta eru ekki staðsett til að veita fyrstu hjálp hafa Zontasamtökin hvatt sína meðlimi til að styrkja hjálparsamtök líkt og UNICEF sem eru þegar starfandi á svæðinu í Úkraínu og í nágrannalöndum sem taka við flóttamönnum.

Með þessum orðum viljum við afhenda UNICEF styrk frá Zontasambandi Ísland kr. 400.000.“

UNICEF á Íslandi færir öllum meðlimum Zonta á Íslandi hjartans þakkir fyrir stuðninginn sem mun koma sér vel í umfangsmiklum verkefnum UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna ástandsins í og við Úkraínu.

Á myndinni má sjá fjóra fulltrúa frá Zontasambandinu ásamt Birnu Þórarinssdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi.

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.