Að gerast félagi

Ef þig langar að gerast félagi í Zontaklúbbi Reykjavíkur og taka þátt í starfi Zontahreyfingarinnar við að bæta hag kvenna um heim allan. Zontakonum gefst einstakt tækifæri til að taka þátt í gefandi starfi, láta gott af sér leiða til þess að bæta mannréttindi og frelsi kvenna um allan heim. Einnig að kynnast nýjum konum með fjölbreyttan bakgrunn, fræðast um fjölbreytt málefni og eignast vini fyrir lífstíð.

Venjan er sú, að konum er boðið að sitja nokkra klúbbfundi sem gestir til að kynnast starfinu áður en tekin er ákvörðun um inngöngu.

Áhugasömum er boðið að hafa samband við stjórn Zontaklúbbs Reykjavíkur og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig.

Ef félagar þurfa að hætta í klúbbnum er það tiltölulega einfalt. Þeir þurfa að vera skuldlausir við klúbbinn og tilkynna formanni skriflega að þeir hyggist hætta. Best er að hætta í lok starfsárs, þann 31. maí en tilkynna það í apríl áður en árgjald næsta árs er greitt.

  • Regína Höskuldsdóttir, formaður, reginah@simnet.is
  • Hlín Helga Pálsdóttir, varaformaður, hlin@simnet.is

 

Copyright © 2023, Zonta International - District 13.